Skip to content

Kæligátt.

Góð og stöðug kæling skiptir sköpum varðandi gæði, geymsluþol og virði fiskafurða.


Kæligátt er upplýsingaveita með hagnýtum leiðbeiningum og umfjöllun um kælingu og meðhöndlun á fiski á öllum stigum virðiskeðjunnar frá miðum á markað.

Leiðbeiningarnar byggja á rannsóknum sem framkvæmdar hafa verið innan kæliverkefna eins og Chill-on (styrkt af Evrópusambandinu), Kælibótar og Hermun kæliferla (styrkt af AVS, Tækniþróunarsjóði og Rannsóknasjóði Háskóla Íslands) sem og reglugerðum frá Matvælastofnun. Yfirlitsgrein um rannsóknir á áhrif meðhöndlunar um borð, vinnslu, geymslu og flutnings á fiskgæði má sjá hér.

Gæta þarf að verklagi og umgengni um hráefni og fisk og vanda til við meðhöndlun, vinnslu og flutning fiskafurða til að tryggja betri gæði og verðmætari vörur.

Ástand hráefnis hefur afgerandi þýðingu fyrir gæði og nýtingu fisks. Þeir þættir sem áhrif hafa á hráefnisgæði eru veiðitími, veiðisvæði, veiðarfæri, ætis- og næringarástand fisksins, aldur hráefnis, dauðastirðnun og meðhöndlun fyrir og í vinnslu. Kæling allt frá því að fiskur er dreginn úr sjó og á öllum stigum virðiskeðjunnar er lykilatriði til að viðhalda hámarksgæðum eins lengi og unnt er.