Skip to content

Kæling um borð

Meðhöndlun hráefnis fyrst eftir veiði er mjög veigamikill þáttur m.t.t. gæða, svo sem kæling og blóðgun og slæging, þar sem innyfli innihalda ensím og örverur sem valda mjög fljótt skemmdum á holdi. Einnig er mikilvægt að verja aflann fyrir utanaðkomandi mengun og sólarljósi. Áriðandi er að fiskur sé kældur hratt og geymdur við lágt hitastig (0°C) til að hægja á skemmdum. Nánari upplýsingar um kælingu fisks má sjá hér og reglugerðir þar að lútandi hér.

  • Fiskinn ætti að blóðga í rennandi sjó/vatni. Fiskurinn er venjulega settur í blóðgunarker og þá er mikilvægt að tryggja tíð vatnsskipti
  • Við þvott þarf að tryggja að allar innyflaleyfar séu fjarlægðar og vatnskipti séu tíð
  • Mælt er með að forkæla aflann eins fljótt og kostur er eftir veiði. Við forkælingu ætti að nota vökvaís/ísþykkni sem kælir mun hraðar en mulinn plötuís
  • Mælt er með því að ná fiski sem næst kjörgeymsluhitastigi áður en hann er ísaður í lest
  • Ef geyma á hráefnið í lestinni í nokkurn tíma ætti að ísa fiskinn með nægum ís eftir forkælingu
  • Hitastig í lestinni ætti að vera nálægt eða rétt undir 0°C