Skip to content

Ísþörf

Hægt er að kæla fisk með ýmsum aðferðum. Algengast er að kæla fisk með ís, krapaís og vökvakælingu (sjór eða vatn).  

Mikilvægustu breyturnar þegar hugað er að ísþörf eru upphafshitastig fisksins og magn fisksins og svo umhverfishiti og áætlaður geymslutími.

Hærra upphafshitastig í fiskinum þýðir að það tekur lengri tíma að kæla hann niður að 0 °C. Eftir því sem hiti fisksins nálgast 0 °C, hægir á kælihraðanum.

Jöfnuna hér má nota til að áætla (gróflega) ísþörf til að kæla fiskinn niður í 0 °C:

Þar sem um gróflega áætlun á ísmagni er að ræða, gildir einu hvort hún er notuð fyrir ís eða vökva/krapaís. Þ.e. jafnan gefur það heildarmagn af ís sem þarf til að kæla fiskinn. Ef t.d.ísprósenta  vökvaíssins er 33% er einfaldlega deilt með 0,33 í ísmagnið sem fæst úr jöfnu (1)  til að fá heildarmagn af vökva/krapaís sem þarf til að kæla fiskinn í 0 °C. Þetta þýðir m.ö.o. að um þrefalt meira þarf af krapaís með 33% íshlutfall en hefðbundnum ís til að kæla fiskinn í 0 °C. 

Ef ætlunin er að geyma fiskinn í ákveðinn tíma þarf að áætla ísþörf útfrá umhverfishita.

Jöfnuna hér getið þið notað til að áætla (gróflega) daglega ísþörf til að viðhalda 0 °C í fisknum:

þar sem gert er ráð fyrir að umhverfishitastig sé hærra en 0 °C.


Einsog fram hefur komið gefa jöfnurnar gróft mat á ísþörf og kælihraða. Það eru ýmsir aðrir þættir sem hafa áhrif á ísþörf en nefndir hafa verið hér að framan, svo sem gerð og einangrun geymsluíláta (kera, kassa o.s.frv.), hversu vel ísnum er dreift um fiskinn, stærð ísköggla þ.e. þeim mun smærri kögglar þeim mun meiri snerting við fiskinn og þá hraðari kæling, hærra hlutfall íss á móti fiski leiðir einnig af sér hraðari kælingu.

Frekari upplýsingar um kæliaðferðir og útreikninga á ísþörf má finna hér.