Skip to content

Neytendur

Upplýsingar um gæði og meðhöndlun fisks eiga fullt erindi við neytendur. Flestir eru þeirrar skoðunar að ferskleiki og bragð skipti hvað mestu máli við innkaup á fiski. Fiskur er viðkvæmt hráefni. Til að fiskur haldi gæðum og ferskleika frá því hann er veiddur og þar til hann berst á disk neytenda, skiptir meðferð hans öllu máli.

Á Matís hafa verið unnin fjöldi verkefna sem taka á þessum þáttum og úr þessum verkefnum hafa verið útbúnar leiðbeiningar um gæði og meðhöndlun fisks sem geta nýst neytendum við innkaup og matreiðslu fisks. Leiðbeiningar um meðhöndlun má sjá hér og leiðbeiningar um mat á ferskleika má sjá hér.