Geymsluþol og ferskleiki
Með geymsluþoli er átt við þann tíma sem fiskur telst neysluhæfur að mati neytenda. Venjulegur aðgerður og ísaður þorskur getur verið neysluhæfur í allt að 15 daga. Aðrar fisktegundir geta haft bæði skemmri og lengri geymslumörk. Geymsluþol flaka eða annara fiskafurða er einnig hægt að miða við tíma frá vinnslu eða pökkun.
Bragð og lykt sem einkenna nýveiddan fisk dofna og hverfa á fyrstu dögunum geymslu og um tíma verður fiskurinn næstum bragð og lyktarlaus. Tímabilið frá veiðum/slátrun og þar til fiskurinn hefur tapað ferskleikaeinkennum sínum (eins og sætu bragði) hefur verið skilgreindur sem ferskleikatímabil, sjá nánar hér.
Fjöld örvera í holdi eykst hratt, og af þeirra völdum myndast ýmis illa lyktandi rokgjörn efnasambönd sem innihalda brennistein og köfnunarefni. Þegar ákveðnu magni er náð meta flestir fiskinn óhæfan til neyslu. Skemmd af völdum baktería er það sem oftast takmarkar geymsluþol. Einnig getur þránun, aðallega í feitum fiski, takmarkað geymsluþol.
Nota þarf hugtökin geymsluþol og ferskleikatímabil með ákveðnum fyrirvara vegna ákveðinnar óvissu í mati. Margir þættir geta haft áhrif á geymsluþol og ferskleikatímabil, svo sem fisktegund og meðhöndlun. Þættir einsog hröð kæling eftir veiði og órofin kæligeymsla, mismunandi veiðafæri, blóðgun og aðferð við slægingu eru einnig mikilvægir, sem og árstími og veiðarsvæði.