Skip to content

Geymslutími og lofthiti

Takmarka skal geymslutíma í vinnslusalnum eins og mögulegt er. Það þarf að gæta þess vel að vinnslulínan sé auð og allt hráefni geymt í kæligeymslu á meðan vinnsla er ekki í gangi, t.d. í kaffi og matarhléum.

Rannsóknir hjá Matís hafa sýnt að hitastig flaka getur aukist um 3-4°C á hverjum 30 mín ef þau eru geymd ókæld við 14°C í vinnslurými, sjá nánar hér.  

Lofthiti í vinnslusalnum ætti að vera eins nálægt 10°C og hægt er til að takmarka hitaálag á þær afurðir sem verið er að vinna. Þó þarf að gæta þess að hitinn sé ekki lægri en 10°C samkvæmt reglugerð Vinnueftirlitsins númer 384/2005 um vinnu í kældu rými við matvælaframleiðslu, sjá nánar hér