Skip to content

Kæli- og frystigeymslur

Almennt er þess betur gætt að hitastig í kæligeymslum sveiflist sem minnst samanborið við frystigeymslur. Ástæðan er sú að hitastig í kælum er nær frostmarki vörunnar sem er yfirleitt nálægt 0°C. 

Lofthita ætti að halda sem næst 0°C.  Tryggja þarf gott flæði lofts um vörurnar og rýmið, sjá nánar mynd fyrir neðan. Oftast er miðað við 40 loftskipti á klukkustund, sem þýðir að magn loftsins sem streymir um rýmið á hverri klukkustund jafngildir 40 sinnum rýminu tómu. 

Uppfylla þarf ákveðin skilyrði um kæli- og frystigeymslur samkvæmt reglugerðum hjá Matvælastofnun (MAST). Hér má sjá leiðbeiningar fyrir kæligeymslur og frystigeymslur.

Í kæli- og frysti geymslu þarf að forðast hækkun hita í vörunni og jafnframt hitasveiflur. Til að tryggja sem besta kæligeymslu er mælt með eftirfarandi:

  • Fylgist með hitastigi á mismunadi stöðum í kæligeymslunni, sérstaklega nálægt inngangi og fjarri kælieiningu þar sem búast má við hærra higastigi og meiri hitasveiflum
  • Búið kæligeymsluna með tengikví til að lágmarka loftskipti, t.d. með sjálfvirkum dyrum/rennihurðum og plaststrimlum (dyraborðar). Einnig er æskilegt að hliðarhurð (mannhurð) sé á geymslunni sem ætluð er fyrir allan almennan umgang sem ekki krefst þess að vöruhurð sé notuð
  • Búið geymsluna með kælieiningum með hafa nægilega kæligetu til að takast á við daglegar hitasveiflur
  • Takmarkið lýsingu t.d. með því að slökkva ljós utan vinnutíma
  • Forðist að geyma afurðir í 1-2 metra fjarlægð frá inngangi eða nær
  • Takmarkið óþarfa umgang um kæligeymsluna
  • Tryggið loftflæði um geymsluna og um 40 loftskipti á klukkustund
  • Einangrun kæligeymslunnar þarf að vera nægilegt til að takmarka hitaflæði (innra rúmmál geymslunnar) við  6-12 W/m2