Skip to content

Skynrænir eiginleikar

Besta leiðin til að meta ferskleika og gæði fisks (og annarra matvæla) er að nota skynfærin okkar (skynmat). Við notum sjón-, lyktar-, bragð- og snertiskyn við að meta gæði fiskins. Við sjáum galla eins og blóðbletti, bein og orma og einnig gefur litur og áferð á flökum ákveðnar hugmyndir um ferskleika. Snertiskynið er einkum notað til að meta áferð fiskholdsins, t.d. með fingri þegar ýtt er á fiskhold til þess að athuga hvort fiskurinn sé enn stinnur. Lykt af fiski skiptir einnig miklu máli, bæði af hráum og soðnum fiski. Við erum mjög næm fyrir ýmsum efnum sem myndast í fiski þegar hann skemmist, eins og ýmsum brennisteins- og köfnunarefnissamböndum. Við getum einnig lært að þekkja lykt sem er einkennandi fyrir ferskan fisk.

Mun auðveldara er að þekkja skemmdareinkenni á heilum fiski en flökum.  Í dag er nánast allur fiskur seldur flakaður og því þarf því að meta ferskleika og gæði með því að horfa á flökin í fiskborði áður en þau eru keypt. 

Frekari upplýsingar um skynræna eiginleika fisks:

Mat á gæðum hrárra flaka

Bragð og lykt af soðnum fiski