Skip to content

Vökvakæling

Vökvakæling er ferli þar sem flök eru sett í vökva sem hefur verið kældur niður í -1°C til -0.5°C.

Ísstyrkur í vökvakælinum ætti að vera 10% eða hærri sem ætti að tryggja að hitastig vökvans fari niður í -1°C.

Stundum er eingöngu notuð vökvakæling í vinnslunni. Hinsvegar er hægt að nota vökvakælingu til kælingar á flökum fyrir frekari vinnslu og pökkun. T.d. er mælt með að vökvakæling sé fyrsta stig CBC kælingar eða sambærilegrar kælitækni. Þegar vökvakæling er notuð sem hluti af CBC kælingunni þá þjónar hún því hlutverki að forkæla flökin og auka saltinnihald þeirra lítillega og lækka þannig frostmark afurðanna í CBC kælingunni.

Þrátt fyrir ýmsa kosti vökvakælingar, þá getur getur þessi kæliaðferð skapað aukna hættu á krossmengun. Til að minnka líkur á krossmengun ætti að hafa kælitímann stuttan og endurnýja kælivökvann reglulega. Örverufræðileg gæði kælivökvans, endurnýjun hans og eftirlit með hitastigi eru mikilvæg atriði sem stuðla að lengra geymsluþoli flakanna. Annars er hætta á að sérhæfðar skemmdarörverur (aðallega Photobacterium phosphoreum, pseudomonads og H2S-myndandi gerlar) geti leitt til mengunar flaka í kælivökvanum og náð að fjölga sér, sérstaklega ef hitastig hækkar. Meira má sjá um vökvakælingu hérhérhér og hér.