Skip to content

Flutningur eftir pökkun

Að ýmsu þarf að gæta við umlestun milli mismunandi hlekkja í kælikeðjunni sem og í flutningum hvort heldur sem með bílum, skipum eða flugvélum. Ýmsar ráðleggingar um þessa þætti kælikeðjunnar er að finna í þessum kafla, sem og skýrslu um leiðbeiningar um kælingu.

Reglugerðir frá Matvælastofnun um flutningstæki og flutning á sjávarafurðum lúta meðal annars að hitastigi, meðferð og þrifum eins og sjá má hér.

Geymsluþol vöru er mjög háð hitastigi í flutningi og því er mikilvægt að vera meðvitaður um hvernig hitaferlar í flutningi eru, sérstaklega í lengri flutningum, t.d. á erlenda markaði.