Skip to content

Kæling strax eftir veiði


Mjög mikilvægt er að kæla aflann strax eftir veiði með vökvaís/ísþykkni. Strax eftir blóðgun skulu afurðirnar þvegnar vandlega í neysluvatni eða hreinum sjó og ætilegir hlutar aðskildir frá úrgangi. Forkæla skal aflann enn frekar og eins nálægt fyrirhuguðu geymsluhitastigi og unnt er. Slæging, þvottur og ísun skal fara fram við fyllsta hreinlæti.

Mælt er með því að geyma aflann ekki lengur en 24 klst. í vökvaís. Ef geyma þarf fiskinn í lengri tíma er mælt með að nota mulinn plötuís.

Annar mikilvægur þáttur er hitastig í lestinni sem ætti að vera sem næst 0°C. Með því að hafa góða stjórn á hitastigi er hægt að spara bæði ís og orku auk þess að draga úr skemmdarhraða fisksins.