Skip to content

Löndun

Þegar fiskafurðum er landað, ferskum, kældum eða frystum verður að flytja þær í varið umhverfi strax til að verja þær fyrir veðrum og vindum og mögulegri mengun svo sem frá fuglum. Ef stutt töf verður á flutningi skal setja lok á ílátin til varnar í millitíðinni. Við löndun á frosnum afurðum (- 18 °C) má hitastig í afurðum ekki hækka um meira en 3 °C nema þær séu að fara beint í uppþíðingu.