Skip to content

Forkæling

Mikilvægt er að forkæla flök fyrir pökkun til að ná sem lengstu geymsluþoli.

Ef skoðuð eru áhrif þess að forkæla t.d. 5 kg af flökum niður í -1°C fyrir pökkun í frauðplastkassa sem geymdir eru við 15°C umhverfishitastig kemur í ljós að það tekur flökin nær 10 tíma  að ná 0°C. Á sama tíma væru flök sem einungis hefðu verið 1°C fyrir pökkun búin að ná tæplega 7°C. Þetta dæmi sýnir ótvírætt fram á það forskot sem næst með undirkælingu ef búast má við hitasveifum eftir pökkun, sjá nánar hér.

Eftirfarandi dæmi sýnir greinilega fram á kosti undirkælingar fyrir pökkun. Tveir 5 kg frauðplastkassar voru geymdir við
15°C. Annar kassinn innihélt 5 kg af þorskflökum sem kæld höfðu verið í -1°C fyrir pökkun, en hinn 5 kg af þorskflökum sem pakkað hafði verið við 1°C. Með því að forkæla flökin í -1°C fyrir pökkun voru flökin betur varin fyrir hækkun hitastigs í næstum 10 klukkustundir, en þá er hitastigið í flökunum 0°C. Hinsvegar hækkaði hitastigið í flökunum sem voru  1°C við pökkun upp í nær 7°C á sama tíma.

Frekari upplýsingar um mismunandi aðferðir til forkælingar má sjá í kaflanum um vinnslu.