Skip to content

Ákvarðanataka í fiskvinnslu

Aldur hráefnis við löndun getur verið mjög mismunandi, þ.e. allt frá því að hafa verið veitt samdægurs og upp í að vera viku gamalt. Þar sem ferskleikatímabil fyrir heilan ferskan þorsk sem geymdur er við 0°C er einungis 9 dagar (heildar geymsluþol fyrir heilan ferskan þorsk sem geymdur er við 0°C er um 15 dagar) er ljóst að þetta getur haft veruleg áhrif á þann tíma sem eftir er fyrir dreifingu og sölu á verðmeiri ferskum afurðum. Aldur hráefnis fyrir vinnslu og hitastig í afurðum eftir pökkun eru mjög mikilvægir þættir sem hafa áhrif á ferskleika og geymsluþol.

Dæmin hér sýna hvernig mismunandi aðstæður í kælikeðjunni geta haft áhrif á ferskleikatímabil (verðmætari afurðir) og geymsluþol sem eftir er við afhendingu afurðanna. Þessar aðstæður eru breytilegar háð aldri hráefnis við vinnslu, geymsluhitastig og flutningsleiðum (flug og skip). Þetta mat er byggt á geymslurannsóknum með þorsk sem nánar er fjallað um hér.