Skip to content

Umlestun


Mikilvægt er að draga úr hættunni á óæskilegum hitasveiflum við umlestun. Þetta er t.d. hægt að gera með því að nota rétt hannaðar einangrandi hurðir í umlestunarstöðvum þannig að sem minnstar hitasveiflur verði á milli pakkninga og umhverfis.

Mikilvægt er að reyna að koma í veg fyrir að stórar stæður pakkninga séu opnaðar við umlestun en þetta er sérstaklega algengt við umlestun frá bíl yfir í flugvélar. Sé þetta nauðsynlegt ætti að forkæla hráefnið sem mest og nota vel hitaeinangrandi umúðir til að draga úr hitaflæði.