Skip to content

Loftskipt og lofttæmd pökkun (MAP og vacuum)

Með notkun loftskiptra pakkninga (MAP) má yfirleitt ná fram lengra geymsluþoli í samanburði við hefðbundna geymslu í ís. Hversu langt geymsluþol næst er háð þáttum einsog gas samsetningu, geymsluhitastigi, hráefnisgæðum og stærð pakkninganna eins og sjá má í þessari skýrslu. Einnig má sjá upplýsingar um áhrif geymsluhitastigs og hráefnisaldurs hér og hér.

Yfirleitt er notað minna magn af koltvísýringi til að lágmarka neikvæð áhrif á vatnsheldni og áferð vöðvans. Hinsvegar næst ekki eins langt geymsluþol fyrir ferskar sjávarafurðir með notkun köfnunarefnis eða lofttæmdra umbúða.

Hitastig hefur töluverð áhrif á virkni loftskiptrar pökkunar. Segja má að hækkun hitastigs um 4-5°C í vörunni leiði til um 50% styttingar á ferskleikatímabili og geymsluþols. Við 7°C er virðisaukinn með loftskiptri pökkun horfinn. Hinsvegar eru samverkandi áhrif undirkælingar og loftskiptrar pökkunar á lengingu geymsluþols flaka/hnakka töluvert mikil.

Lofttæmd pökkun sjávarafurða er yfirleitt ekki talin betri kostur en loftskipt pökkun. Lofttæmd pökkun örvar TMA myndun í sjávarfiski og því getur geymsluþol orðið styttra en fyrir ópakkaðan fisk. Fyrri rannsóknir á Matís hafa sýnt að við 0°C hefur lofttæmd pökkun ýsu eða þorskflaka ekki haft áhrif til lengingar geymsluþols samanborið við hefðbundna pökkun. Einnig hefur það örvi TMA myndun í sjávarfiski, geymsluþol getur því verið lakara en á ópökkuðum fiski.