Flutningar með skipum
Kosturinn við sjóflutninga umfram loftflutninga er sá að kælikeðjan er mun sjaldnar rofin. Gámar sem notaðir eru við sjóflutninga eru yfirleitt fjölnota sem gerir það kleift að skipta á milli land- og sjóflutninga án þess að opna farminn.
Lofthiti í gámunum ætti að vera á milli -2°C og 0°C, þ.e. við ofurkældar aðstæður. Í skipaflutningum eru ofurkældar aðstæður mikilvægari en við landflutninga þar sem um mun lengri flutningstíma er yfirleitt að ræða með skipum
Í þeim tilfellum þar sem fersk flök eru flutt í gámum með fullnægjandi hitastigseftirliti ætti að vera óþarfi að ísa yfirborð fisksins. Sé ís notaður, sjáið þá til þess að bráðinn ís geti óhindrað runnið af fiskinum (notið kassa með frárennslisgötum) og að krossmengun eigi sér ekki stað frá einum fiskkassa til annars.
- Kannið hitastig afurða fyrir lestun
- Ekki ofhlaða gámana og leyfið fríu kældu lofti að flæða umhverfis farminn
Varðandi gildandi reglur um flutning kældra og frosinna afurða sem og um flutningstæki er vísað á heimasíðu Matvælastofnunar (MAST).