Skip to content

Flutningar með flugvélum


Almennt er hitastigi ekki eins vel stýrt í loftflutningum samanborið við land- og sjóflutninga, t.d. vegna umlestana og biða á flugvöllum. Þar af leiðandi kemur það oftar fyrir að vöruhiti hækkar í flutningnum sem rýrir gæði og virði vörunnar.

Til að til að lágmarka hættu á hitnun í svona viðkvæmum vörum má styðjast við eftirfarandi ráðleggingar:

  • Forkælið flökin fyrir pökkun. Vel kældar fiskafurðir (-0,5°C) þola betur hitasveiflur en illa kældar (4°C)
  • Notið vel hitaeinangrandi pakkningar og pakkið eins þétt og kostur er
  • Kannið hitastig í flökum fyrir hleðslu
  • Frestið umlestun eins lengi og unnt er, sérstaklega ef kæligeymslur eru ekki til staðar á flugvellinum
  • Mikilvægt er að nota kælingu við flutning til flugvallar
  • Verjið afurðir fyrir óæskilegum umhverfisáhrifum eins og rigningu eða sólarljósi. Þunnar polyethylene filmur verja gegn regni en ekki sólskini
  • Notið beint flug ef unnt er til að forðast óæskilegar umlestanir á leiðinni sem rjúfa kælikeðjuna
  • Sjáið til þess að allar nauðsynlegar flutningsskýrslur séu sendar á undan til þess aðila sem sækja á farminn
  • Sjáið til þess að farmurinn sé sóttur eins fljótt og unnt er og settur í kældan flutningabíl strax og að engar tafir verði á að koma vörunni til kaupanda
  • Þegar nýir flutningsaðilar taka að sér loftflutninga, þá ætti að kanna hitastig í kælikeðjunni í a.m.k. þremur förmum með því að nota 4-6 hitasírita í hvert skipti

Varðandi gildandi reglur um flutning kældra og frosinna afurða sem og um flutningstæki er vísað á heimasíðu Matvælastofnunar (MAST).