Skip to content

Skynmat


Skynmat á fiski er notað af fyrirtækjum sem versla með fisk. Það er þá framkvæmt sem hluti af gæðaeftirliti til að tryggja að vörur fyrirtækisins standist kröfur bæði kaupenda og eftirlitsaðila. Kaupendur sjávarafurða nota skynmat til að tryggja að vörurnar standist þeirra kröfur. Eftirlitsaðilar nota skynmat til að staðfesta að sjávarafurðir standist settar kröfur eða staðla.   Fiskur er yfirleitt metinn heill fyrir frekari vinnslu og mörg einkunnakerfi hafa verið þróuð, eins og t.d. gæðastuðulsaðferðin (QIM). Einnig er hægt að meta soðin flök og gefa einkunnir fyrir lykt og bragð.

Skynmatið er oftast framkvæmt af einum matsmanni en stundum litlum hópi matsmanna. Í fiskvinnslu er algengt að lítill skynmatshópur smakki soðin sýni samkvæmt kröfum kaupenda og smásala. Skynmat á heilum fiski er yfirleitt framkvæmt af þjálfuðum matsmönnum í móttöku, vinnslusal eða fiskmarkaði. Hinsvegar eru kröfur fyrir skynmat á soðnum fiski aðrar. Leiðbeiningar Codex um skynmat á fiski og skelfiski hafa verið gefnar út og lýsa aðstæðum, framkvæmd og þjálfun skynmatsdómara og er hægt að hafa til hliðsjónar fyrir skynmat í fiskiðnaði.

Skynmat má framkvæma á mismunandi stigum í fiskiðnaði, og má skipta í þrjá meginflokka:

  • mat á heilum fiski (EU-flokkun og gæðastuðulsaðferð)
  • mat á hráum flökum (flokkun)
  • mat á soðnum flökum (Torry-skalinn)

Nánari upplýsingar um skynmat á fiski má t.d. finna í eftirfarandi bókaköflum og leiðbeiningum og vefsvæði.


Matís veitir þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja og heldur námskeið í skynmati á fiski.
Nánari upplýsingar veita: emilia.martinsdottir()matis.is og kolbrun.sveinsdottir()matis.is