Skip to content

Flök og hnakkastykki: geymsluþol og ferskleikatímabil

 

Geymsluþol á þorskafurðum sem unnar hafa verið úr fersku hráefni  (< 4 dagar frá veiði) er oft á bilinu 10 og 13 dagar við 0-1 °C, sjá nánar hér. Þættir sem hafa áhrif á geymsluþolið eru t.d. hráefnisgæði og aldur, árstími, mehöndlun í vinnslu og örverumengun.

Almennt má segja, að því ferskara sem hráefnið sé, þeim mun lengra ferskleikatímabili sé hægt að ná. Hinsvegar sjást oft ýmis frávik í þessu samhengi, sem má líklega rekja til hráefnisgæða og geymsluaðstæðna. Hækkun á hitastigi veldur fljótt styttingu á ferskleikatímabili og geymsluþoli afurðarinnar. Flök sem unnin eru einum degi frá veiði, kæld í -1°C í flakavinnslu fyrir pökkun og geymd við stöðugt hitastig -1°C á geymslutímanum, geta náð 9-10 daga ferskleikatímabili og geymsluþoli upp á 14 daga frá vinnslu. Flök sem einnig eru unnin daginn eftir veiði, en geymd við 0-1°C, geta náð 8 daga ferskleikatímabili og geymsluþoli upp á 12-13 daga frá vinnslu.