Skip to content

Heill fiskur: Geymsluþol og ferskleikatímabil

Á roði, í tálknum og innyflum nýveidds fisks er töluvert magn örvera, en ekkert í  fiskholdi. Þegar heill fiskur er geymdur í ís, verða litlar breytingar af völdum örvera fyrstu dagana.  Geymsluþol þorsks sem geymdur er heill, slægður í ís hefur verið áætlað um 15 dagar. Á heimasíðu QIM-EUROFISH má finna upplýsingar um hvernig meta eigi geymsluþol og mat á geymsluþoli ýmissa algengra fisktegunda.  

Heill fiskur eins og þorskur er yfirleitt ekki geymdur lengur en 10 daga á ís fyrir vinnslu, háð vali á vinnsluaðferð, flutningi og markaði.

Ferskleikatímabil fyrir heilan, slægðan þorsk sem geymdur er í ís (um 0 °C), hefur verið áætlað um 8-9 dagar frá veiði, en við hærra geymsluhitastig  (3 °C), er ferskleikatímabilið styttra (7 dagar), sjá nánar hér