Kælimiðlar
Gerð íss hefur áhrif á hraða kælingar. Kæling með vökvaís tekur styttri tíma en kæling með muldum plötuís. Mynd 1 sýnir samanburð á kælingu með vökvaís annars vegar og muldum plötuís hins vegar. Hráefnið var kafísað.
Mynd 1 sýnir að með því að nota vökvaís tók aðeins um 30 mín að kæla hráefnið niður í 0°C en með muldum plötuís 4 klst. og 20 mín. Til að hægja sem fyrst á skemmdarferlum og tryggja sem best gæði hráefnisins er mælt með hraðri kælingu með vökvaís.
Hins vegar er ekki mælt með að nota vökvaís ef geyma á hráefnið í nokkra daga. Aðstæður sem geta skapast við notkun á vökvaís (saltupptaka í hold) geta leitt til hraðara skemmdarferlis. Ef langtímageymsla er nauðsynleg er mælt með að endurísa hráefnið með muldum plötuís eftir 24 klst.
Frekari upplýsingar varðandi kælitækni má finna hér, hér og hér.