Skip to content

Röðun í ker

Mikilvægt er að ílát sem notuð eru undir fisk séu hrein og óskemmd, en sérstaklega ber að gæta þess að innri byrði keranna séu heil þar sem einangrunin getur verið sannkölluð gróðrarstía fyrir örverur.  Þegar fiskinum er raðað í kerin þarf að gæta þess að hann raðist rétt, það er að segja að hann sé óundinn og snúi helst kviðnum niður. 

Einnig er mikilvægt að notað sé hæfilegt magn af ís, að ísnum sé dreift á milli en ekki bara settur ofan á og að kerin séu alls ekki yfirfyllt.  Frekari leiðbeiningar um frágang og geymslu fisks má sjá hér og hér má sjá má hvernig mat á frágangi fisks fer fram. Upplýsingar um kælingu má einnig finna á Sjávarútvegur.is.