Viðheldni hitastigs
Myndin hér fyrir neðan sýnir hvernig hitastig viðhelst í hráefni sem geymt er í mismunandi ísgerðum.
Þó að hitastig í muldum plötuís sé hærra en í vökvaís, þá viðhelst það stöðugra yfir geymslutímann. Ástæðan fyrir þessu er líklega sú að vökvaísinn er í snertingu við stærra yfirborð, bæði við veggi karsins og fiskinn sjálfan.
Þessi niðurstaða styður því það álit að í upphafi sé best að kæla með vökvaís en umísa með muldum plötuís eftir 24 klst. og nota síðan plötuís við áframhaldandi geymslu.