Skip to content

Kælimottur og þurrís


Mælt er með því að setja ís/gelmottur ofan á flökin áður en kössum er lokað. Hæfileg stærð ísmotta er 125-250 gr. fyrir 3-7 kg af flökum.

Rannsóknir sem unnar hafa verið á Matís hafa sýnt fram á mikilvægi ísmotta við að verja fiskflök gegn óæskilegum hitasveiflum, sjá nánar hér og hér

Myndin hér fyrir neðan sýnir hvernig draga má úr hækkun hitastigs í flökum ef umhverfishiti er um 20°C í 6 tíma með notkun ísmotta.  Hitastig flaka sem geymd eru í frauðplastkössum með ísmottum hækkar úr 2°C í 5°C, en ef engar ísmottur eru í kassanum fer hitastig flakanna í 10°C. Hitastig flaka sem geymd eru í bylgjuplastkössum með ísmottum hækkar úr 2°C í um 11°C, en ef engar ísmottur eru í kassanum fer hitastig flakanna í 14°C, sjá nánar hér.

Rannsóknir framkvæmdar á Matís hafa einnig sýnt fram á kosti þess að nota þurrís í flakakössum. Með notkun á þurrís í kössum varð kæling hraðari og lengri samanborið við notkun ísmotta, sjá nánar hér.

Hinsvegar ef þurrís er notaður til að kæla flugfisk, þarf að uppfylla ákveðnar reglur sem skilgreindar hafa verið af I.A.T.A (International Air Transport Association) og varða   greiningu, pökkun, merkingu, skráningu og meðhöndlun. Slíkar sendingar þurfa að fara í gegnum flutningsmiðlara. Sendingar og fylgigögn eru skoðuð við móttöku fyrir útflutning og sé einhver þáttur ekki fullnægjandi er sendingu vísað frá.