Pökkun
Hægt er að draga úr áhrifum óæskilegra hitasveiflna með því að nota vel einangraðar pökkunarumbúðir.
Samanburður á frauðplastkössum (expanded polystyrene, EPS) og bylgjuplastkössum (corrugated plastic, CP) hefur sýnt að frauðplastkassar eru meira hitaeinangrandi, sjá nánar hér. Sem dæmi er hitastig í flökum sem pakkað hefur verið í 3 kg frauðplastkassa 6 klukkustundir að hækka úr 2°C í 10°C við 20°C umhverfishita, en sé flökunum pakkað í bylgjuplastkassa hefur sama hitastigi verið náð eftir einungis 2 ½ klukkustund.
Einnig hefur verið sýnt fram á að ný tegund frauðplastkassa sem framleiddir eru af Promens Tempra ehf í Hafnafirði, sjá mynd fyrir neðan, hefur jafnvel enn betra einangrunargildi í samanburði við eldri gerðina, sjá nánar hér.
Heppilegra er að notast við stærri umbúðir. Sem dæmi er hitastig í flökum sem pakkað hefur verið í 3 kg frauðplastkassa 8 klukkustundir að hækka úr 1°C í 10°C við 20°C umhverfishita, en 12 klukkustundir í 5 kg frauðplastkössum. Frekari upplýsingar má finna hér, hér og hér.
Hér eru nokkur atriði sem mikilvægt er að huga að varðandi pökkun:
- Styttið pökkunartíma eins og kostur er og haldið hitastigi í pökkunarsal as close to 10°C as possible
- Notið vel einangraða pökkunarkassa. Mælt er með að nota frekar frauðplastkassa en bylgjuplastkassa
- Setjið ís/gelmottur ofan á flökin áður en kassanum er lokað. Um 125-250 g ísmottur er hæfilegt fyrir 3-7 kg af flökum
- Notið eins stórar pakkningar og unnt er, t.d. 5 kg frekar en 3 kg (að sjálfsögðu þarf þó að hafa í huga óskir viðskiptavinar um stærð umbúða)
- Raðið á bretti strax að aflokinni pökkun til þess að draga úr hitastreymi milli umhverfis og afurðar
- Komið hlöðnum brettum í kæligeymslu eins fljótt og auðið er eftir pökkun til að lágmarka hitaálag